VirtuAir

Hugrekki, skynsemi, sköpunargleði og forvitni - þeir sem starfa í flugiðnaðinum þurfa að búa yfir öllum þessum eiginleikum.

Ef þú hefur útskrifast úr skóla eða háskóla og veist ekki hvaða starfsferil þú átt að velja, gæti þessi vefsíða aðstoðað þig við það.

Lesa meira

Við höfum útbúið vefsíðu sem getur leiðbeint þér, skýrt hlutina aðeins og kynnt þér mögulegar leiðir í starfsþróun.

Næstu skref til þess að kynna þér störf í flugiðnaði sem þú gætir haft áhuga á:

1

Veldu svæði á flugvellinum sem þér finnst áhugavert með því að haka í listann eða fara með músinni yfir byggingarnar

2

Þar sérðu lista yfir starfsstéttir sem starfa á því sviði

3

Smelltu á þá starfsgrein sem þú telur að gæti verið áhugaverð og spjaldið með upplýsingum um starfið birtist

4

Næsta skref er að kynna þér þá ábyrgð sem starfið felur í sér, hvað þarf að gera til að hefja störf á þessum starfsvettvangi, atvinnumöguleika, laun og þá færni og eiginleika sem þú þarft að búa yfir til að geta sinnt starfinu

Á vefsíðunni má kynna sér:

Allt að 70 störf í flugiðnaði
Spennandi starfsmöguleika
Möguleika á óformlegri menntun í flugiðnaði
... margt fleira

Við hvetjum börn, unglinga, nemendur og fullorðna, þar á meðal kennara og starfsráðgjafa, að stíga inn í spennandi heim flugsins!

Þetta er staðurinn til að fá hugmyndir að starfsferli á flugvelli eða í flugiðnaðinum.

Ertu tibúin/nn/ð?

Tökum á loft!