VirtuAir

Skrárnar þínar

Mundu að vönduð ferilskrá er fyrsta skrefið að atvinnuviðtali. Allt að 75% umsækjenda er hafnað af vinnuveitendum vegna illa gerðra ferilskráa!

Vel gerð ferilskrá er besta leiðin til að vekja traust og áhuga vinnuveitenda þegar sótt er um starf.

Profesionalne zdjęcie

Ljósmynd

plus minus
Ábendingar
  • Það er ekki alltaf skilyrði að láta mynd fylgja ferilskránni. Þú gætir þó viljað láta mynd fylgja með til að gefa ferilskránni persónulegri blæ og skera þig úr frá öðrum umsækjendum.
  • Gakktu úr skugga um að myndin sem þú setur sé fagmannleg þar sem hún gefur fyrstu sýn á þig. Myndin ætti að vera skýr andlitsmynd með hlutlausan bakgrunn.
Profesionalne zdjęcie

Persónulegar upplýsingar

plus minus
Ábendingar
  • Settu inn fullt nafn, símanúmer, heimilisfang og netfang og vertu viss um að stafsetja allt rétt. Vinnuveitandinn mun reyna að hafa samband við þig, svo þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar og verða að vera læsilegar.
  • Athugaðu að netfangið þitt gefur ákveðnar hugmyndir um þig. Notaðu einfalt og hlutlaust netfang í atvinnuumsóknum.
Profesionalne zdjęcie

Menntun

plus minus
Ábendingar
  • Settu inn nöfn þeirra skóla og háskóla sem þú hefur sótt í tímaröð. Þú þarft ekki að setja inn alla skóla sem þú hefur verið í, aðeins þá, þar sem þú lærðir eitthvað sem nýtist í starfinu sem sótt er um.
  • Góð lýsing á menntun er mikilvæg ef þú ert að sækja um starf sem byggir á þeirri þekkingu sem þú hefur aflað þér. Vinnuveitendur eru líklegri til að ráða umsækjendur með sérþekkingu á því sviði sem óskað er eftir. Ef þú útskrifaðist með láði, nefndu það í ferilskránni.
Profesionalne zdjęcie

Starfsreynsla

plus minus
Ábendingar
  • Settu inn nöfn þeirra fyrirtækja sem þú hefur starfað hjá í tímaröð, það nýjasta efst.
  • Lýstu árangri þínum í starfi út frá staðreyndum sem gera vinnuveitendum betur kleift að meta hvernig þú munir passa í starfið og fyrirtækið.
  • Faglegur árangur sem lýst er í ferilskrá ætti að vera í samhengi við starfið sem sótt er um og ætti að tengjast tilteknum verkefnum og ábyrgð á fyrri vinnustöðum
  • Starfsreynslan þín getur einnig falið í sér sjálfboðaliðastarf, starfsnám og jafnvel óvenjuleg störf. Best er að skrá verkefnin og skyldurnar sem þú leystir af hendi í smáatriðum, benda á hvað þau kenndu þér og hvaða færni þau hjálpuðu þér að öðlast.
  • Önnur reynsla eins og samfélagsþjónusta, íþróttaafrek eða aðild að samtökum. Skrifaðu um árangur þinn utan skóla á sviðum eins og íþróttum, sjálfboðaliðastarfi, grasrótarsamtökum osfrv. Þessi reynsla getur veitt gagnlega innsýn í hæfni þína og færni.
Profesionalne zdjęcie

Hæfni

plus minus
Ábendingar
  • Lýstu hæfni þinni; - persónuleg hæfni – samskipti, hlustun, samhyggð, þrautalausn o.fl., - tækniþekking og færni – kunna á tiltekið forrit, stjórna vélum o.fl. - önnur hæfni sem gæti nýst í starfi.
  • Lýstu hvernig sú hæfni sem þú býrð yfir uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í starfslýsingunni. Þannig upplýsir þú vinnuveitandann að þú sért vænlegur umsækjandi.

EUROPASS

Ef þú ert að sækja um starf á evrópska efnahagssvæðinu skaltu nota sniðmát fyrir almenna ferilskrá á:

plus

Nokkur ráð varðandi gerð ferilskráar

  • Áður en þú byrjar að setja upp ferilskrá skaltu kynna þér hvernig best er að gera þær. Fáðu aðstoð frá kennara, námsráðgjafa eða öðrum sem kann að setja upp faglegar og fallegar ferilskrár.
  • Notaðu sniðmát og útlit sem er áhugavert og læsilegt. Ef þú ert að sækja um stöðu sem krefst sérstakrar sköpunarfærni skaltu huga sérstaklega að hönnuninni og láta hæfileika þína sjást.
  • Skráðu starfsreynslu þína í öfugri tímaröð (nýjasta reynslan er efst).
  • Lestu vel yfir áður en þú sendir inn. Lagaðu stafsetningar- og innsláttarvillur. Þær segja mikið um umsækjandann, t.d. vandvirkni. Passaðu að þú sért með allar upplýsingar sem þú vilt að komi fram. Vinnuveitandinn veit aðeins það um þig sem þú setur í ferilskrána.
  • Kynntu þér lesandann þinn - kynntu þér hvað fyrirtækið sem þú sækir um hjá gerir, hver mun lesa gögnin þín, deildina sem þú sækir um og svo framvegis.
  • Segðu satt í ferilskránni þinni (það verður líklegast athugað) og passaðu að allar lýsingar þínar og staðhæfingar séu rökstuddar.
  • Persónuleg ferilskrá er besta leiðin til að tengjast framtíðar vinnuveitandanum þínum. Lagaðu ferilskrána að hverri starfslýsingu, dragðu fram reynslu þína, færni, þjálfun og markmið sem gætu vakið áhuga mannauðsráðgjafans og vinnuveitandans.
  • Mundu að ferilskrá ætti að vera hnitmiðuð. Dragðu úr atriðum sem kunna að vera óviðkomandi tilteknu ráðningarferli.
  • Settu allt í ferilskrána sem þú heldur að sé jákvætt og vinnuveitandinn gæti viljað sjá.
  • Vel skrifað kynningarbréf er góð viðbót við ferilskrána þína. Megintilgangur kynningarbréfs er að kynna sig betur gagnvart öðrum umsækjendum.
plus

Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal

  • Æfðu þig fyrir viðtalið einn eða með einhverjum sem þú treystir. Gott er að nota flettispjöld til að æfa viðtalið, veldu (og jafnvel prófaðu) fatnaðinn sem þú ætlar að klæðast í viðtalinu (vertu í einhverju þægilegu og snyrtilegu), einnig getur verið sniðugt að taka myndband af þér að æfa þig.
  • Æfðu svör við atvinnutengdum spurningum. Lagaðu spurningarnar að mismunandi starfsumsóknum.
  • Æfðu viðtöl með ráðgjafa. Þannig geturðu fengið endurgjöf á það hvernig þú getur bætt þig svo þú verðir vel undirbúinn fyrir alvöru viðtal.
plus

Leit að fyrsta starfi eftir útskrift

  • Byrjaðu á stöðum sem taka á móti nýútskrifuðum einstaklingum. Hittu náms- og starfsráðgjafa og fáðu aðstoð við að setja saman ferilskrá og kynningarbréf, aðstoð við undirbúning atvinnuviðtala og gerð atvinnuleitaráætlunar. Taktu þátt í starfatorgum og kynningum framhalds- og háskólanna.
  • Skráðu þig á LinkedIn. Það er ekki aðeins gott til að styrkja tengslanet heldur einnig ein leið til að finna sér starf við hæfi. Nýttu LinkedIn til að koma þér og færni þinni á framfæri.
  • Skráðu þig í faghóp á meðan þú ert í námi. Margir slíkir hópar skipuleggja ráðstefnur þar sem hægt er að víkka út tengslanetið enn frekar.
  • Sigtaðu út fyrirtæki sem þú vilt vinna fyrir og skoðaðu atvinnutilboð á heimasíðu þeirra. Sum fyrirtæki bjóða sérstaklega upp á störf fyrir nema og nýútskrifaða.