Þetta er ókeypis vefsíða sem inniheldur upplýsingar um störf í flugiðnaði, m.a. lýsingar á um 70 störfum tengdum flugvöllum og flugiðnaði. Síðan var búin til sem hluti af verkefninu „VirtuAir Reality - Designing a future in aviation careers using the virtual reality of the airport“ sem hlaut styrk að verðmæti 176.182,67 evra frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi úr EES-sjóðum.
Vefsíðan varð til sem svar við miklum áhuga ungs fólks á flugiðnaðinum og þeim skorti sem er á stöðluðum upplýsingum um hann.
Já, hægt er að nota upplýsingarnar í skólastarfi. Flipinn Kennsluhugmyndir inniheldur verkefni til kennslu. Einnig geta kennarar nýtt sér hana í starfsfræðslu til að kynna störf á flugvöllum og í flugiðnaðinum.
Já, flugvöllur er vinnustaður fjölda fólks. Störfin sem lýst er á vefsíðunni eru þau sem tengjast flugi beint. Hins vegar gæti flugiðnaðurinn ekki þrifist án fólksins sem vinnur á fjármála-, mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og upplýsingasviði. Við munum halda áfram að þróa vefsíðuna og bæta við fleiri starfslýsingum.
Mörgæsin er einkennisdýr Aviation Education Centre
Það er misjafnt eftir flugvöllum. Vinsamlegast settu þig í samband við þann flugvöll sem þig langar að heimsækja.
Vinsamlegast skoðaðu efnið undir flipanum Tengiliðir.
Það er bæði aldurstakmark og ýmsar sérkröfur eftir því um hvaða starf ræðir. Vinsamlegast skoðaðu starfslýsingar þeirra starfa sem þú hefur áhuga á.
Sum störf fela í sér heilsufarsskilyrði, t.d. tengd sjón, önnur störf krefjast þolprófs. Vinsamlegast skoðaðu starfslýsingar þeirra starfa sem þú hefur áhuga á.
Vefsíðan er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk sem er að velta fyrir sér menntun, störfum og framtíðarmöguleikum. Það nýtist einnig kennurum og námsráðgjöfum, foreldrum og þeim sem hafa áhuga á að starfa á flugvöllum og í flugiðnaði.
Starfsfólk undirgengst ýmis konar þjálfun í tengslum við það starf sem það sinnir. Það er samt sem áður alltaf einhver sameiginleg þjálfun eða námskeið sem allir á vinnustaðnum fara í gegnum. Námskeið í flugverndar- og öryggisvitund er dæmi um slíkt.
Ýmis störf bjóða upp á að nemar komi í starfsþjálfun. Vinsamlegast hafðu samband við viðeigandi flugvöll ef þú hefur áhuga á að komast að sem nemi á einhverju sviði.
Aviation Education Centre heldur árlega stafrænan starfskynningadag. Þar eru mismunandi störf kynnt og þátttakendum gefinn kostur á að tala við fólk sem vinnur störfin. Isaviaskólinn hefur tekið á móti grunnskólahópum í starfskynningar, er virkur þátttakandi í árlegri starfsgreinakynningu grunnskólanna á Suðurnesjum og heldur kynningar í samráði við framhaldsskóla og háskóla.
Áhugi á viðfangsefninu og að vera tilbúinn að byggja upp nýja þekkingu er mjög mikilvæg. Ein leið er að fara í starfsnám á flugvellinum. Einnig er hægt að sækja sér þekkingu og færni í gegnum óformlegar fræðsluleiðir svo sem áhugamannaklúbba, netnám og fræðslumiðstöðvar.
ICAO – International Civil Aviation Organization gaf út 1. janúar 2008 að enska væri opinbert tungumál í farþegaflugi. Allir flugmenn, flugumferðastjórar og áhafnarmeðlimir verða því að vera færir í ensku. Misjafnar kröfur um tungumálakunnáttu eru gerðar í öðrum störfum.
Upp